Spanish | English | Íslenska

 

Eigum úrval af eignum
í öllum verðflokkum

uppl: burkni@spanarhus.is

Til leigu íbúðir á spáni
spanarfri.is

Til leigu hús á spáni
Til leigu íbúð á spáni

 

 

Kaupferlið

Fasteignakaup á Spáni Fasteignakaup á Spáni eru einföld. spanarhús.is aðstoða þig við allt ferlið.
Það er mikilvægt að hafa fjármögnun tilbúna svo þú getir fest þér draumaeignina þegar þú finnur hana.
Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga við fasteignakaupin.

NIE-númer
Sá sem vill fjárfesta í fasteign, bifreið eða opna bankareikning verður að hafa spænska kennitölu 
eða NIE-númer og skiptir ekki máli hvort hann sé ferðamaður eða með fasta búsetu.
Við aðstoðum kaupendur og getur það kostað frá 150-200 evrur.

Útlendingi á Spáni er heimilt að dvelja í landinu í allt að 6 mánuði en eftir þann tíma verður viðkomandi að yfirgefa landið eða sækja um dvalarleyfi.

Aukakostnaður, sem til fellur þegar eign er keypt á Spáni, er í flestum tilvikum u.þ.b. 10-12% af kaupverði eignarinnar. Inni í þessum auka- kostnaði er: IVA 7% (virðisaukaskattur) Fellur inn í greiðsluáætlun eða greiðist við lok framkvæmda við húsnæðið samkvæmt samningi, (7% af kaupverði eignar).

Lögfræðikostnaður greiðist þegar eignin er tilbúin til afhendingar, rannsóknarvinnu, undirbúningi afsals og þýðingarvinnu fyrir þinglýsingu er lokið. Umsýslugjald Afsalsgerð, þinglýsing og stimpilgjöld. Skráningargjöld Skráning eigandaskipta á skráningarskrifstofu. Lögfræðingur Spánarhús sér um þessa vinnu.  

Tengingarkostnaður Vatn, rafmagn, frárennsli o.s.frv. Plus Valia Skattur sem lagður er á fasteignaviðskipti samkvæmt spænskum lögum og skal greiðast af seljanda.

Eigandaskiptaskattur skattur sem nemur 0,5% af kaupverði eignarinnar greiðist við skráningu og þinglýsingu afsals. Þegar nýbyggt húsnæði á Spáni er keypt þarf að greiða svokallaða bókunargreiðslu. Yfirleitt þarf svo að greiða 30-50% af kaupverði 4-6 vikum seinna (hversu mikið og hvenær fer eftir verktaka).

Eftirstöðvarnar skal greiða þegar húsnæðið er tilbúið. Það má gera með veðláni eða úr eigin sjóði.

Allar nýbyggingar á Spáni eru samkvæmt lögum með 10 ára ábyrgð, sem gerir byggingaverktaka og arkitekt ábyrga fyrir byggingargöllum fyrstu 10 árin.

Kostnaður við kaup?
Kaupandi fasteignar að greiða virðisaukaskatt af uppgefnu kaupverði til Spænska ríksins við undirritun afsals. Almennt getur kostnaður kaupandi við kaupin hlaupið í kringum 8% -10% í heildarkostnað sem reiknast af kaupverði eignarinnar og greiðist við afsal. Kostnaðurinn við kaupin sundurliðast  nokkurn veginn á eftirfarandi hátt:

Virðisaukaskattur: Er 7% af uppgefnu verði ef keypt er notuð eign en 8% ef keypt er nýbygging.
Notrariokostnaður: Er fastur skjala- og umsýslukostnaður sem er mismunadi eftir verði eigna en getur verið í kringum  0,5% af uppgefnu verði.
Þinglýsingargjald v/kaupsamn: 1,5% af uppgefnu kaupverði.
Þinglýsingargjald v/láns: 1,5 % af lánsfjárhæð ef lán er tekið.
Lántökugjald v/láns: 1.0% af lánsfjárhæð ef lán er tekið.
Bankamat: 150-400 evrur allt eftir stærð eignar – ef lán er tekið.
Orkusamningar: 200 – 500 evrur vegna stofnunar á vatns- og rafmagnssamningum vegna kaupa á nýbyggingu.
NIE – númer: Um 100-150 evrur vegna stofnunar NIE númers (kennitölu).
Lögfræðikostnaður: Um 800-1700 evrur ef óskað er eftir aðstoð óháðs lögfræðings.

Spurt og svarað?
Við erum með ýmsar ólíkar gerðir af nýbyggingum á Costa Blanca, Costa Calida og nú nýlega höfum við einnig farið að bjóða nýjar byggingar á Costa Almeria. Við sinnum nú allri ströndinni frá Altea til Almeria, og seljum bæði eignir við ströndina og inni í landi. Þar á meðal einnig eignir í endursölu.

Skoðunarferðir og hvert er verðið?
Skoðunarferðir eru einstaklingsmiðaðar og því velur þú þá dagsetningu sem hentar þér. Flogið er til Alicante beint frá Íslandi, í gegnum Bretland eða Kaupmannahöfn. Ferðirnar, gisting, allar máltíðir og leiðsögn er innifalin ef keyft er fasteign. Nánari upplýsingar veitir Burkni Aðalsteinsson burkni@spanarhus.is. Skoðunarferðirnar eru tækifæri til þess að skoða eignir sem henta kröfum þínum. Hvort sem þú ert að leita að þriggja svefnherbergja einbýlishúsi fyrir sumarhús eða að íbúð á ströndinni til að leigja út allt árið geta sérfræðingar okkar leiðbeint þér við hvert skref.

Greiðsluferli við fasteignakaup?
3000€ staðgreitt til að festa eignina, bankar lána 70% af kaupverði 90% ef um eign banka er að ræða.
Auk verðsins á fasteigninni þarf að borga 10-12% af fasteignarverðinu í kostnað. Þessi kostnaður fellur í gjalddaga þegar eignin er tilbúin. Innifalið er 7% IVA (sem er ígildi virðisaukaskatts, í sumum tilfellum greiðir þó byggingaraðilinn IVA af öllum afborgunum) og 4% sem fara til lögfræðings þíns til að greiða skatta og önnur gjöld sem tilheyra eignakaupunum. Spánarhús mælir með því að þú látir spænskan lögfræðing sjá um afsal fyrir eign þinni, því þeir þekkja lögin á Spáni og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Yfirfærslan mun ganga betur og kosta minna og þá er ekki þörf á að þýða skjölin. Spánskur lögfræðingur Spánarhús fer yfir alla samninga.
Spánarhús sér um að opna bankareikning á Spáni fyrir sína viðskiptavini.

Hve mikið þarf að borga árlega fyrir hús á Spáni?
Á hverju ári þarf að borga eignaskatt, fasteignagjöld og fyrir vatn og rafmagn.
Banki viðkomandi sér um þessar greiðslur.

Búsetuleyfi?
Þú getur sótt um búsetuleyfi ef þú býrð samfellt meira en 6 mánuði á Spáni. Það tekur þig svona eitt ár að fá leyfið og umboðsmaður þinn (lögfræðingur) á Spáni getur aðstoðað þig við umsóknina.

Endursala?
Við höfum mikið af eignum til endursölu allt frá stúdíóíbúðum til fullbúinna einbýlishúsa með einkasundlaug.
Til að fá nánari upplýsingar er best að fletta upp íbúðum á vefnum eða hafa samband við burkni@spanarhus.is.

Sjúkratrygging á Spáni?
EVRÓPSKA SJÚKRATRYGGINGAKORTIÐ sem þú færð hjá Tryggingastofnun ríkisins veitir þér rétt á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu meðan á tímabundinni dvöl stendur. Sjá nánari upplýsingar á vef Tryggingarstofnunarinnar (www.tr.is). Ef þú ætlar að flytja til Spánar er ráðlegt að fá sér sjúkratryggingu.

Húsnæðislán í evrum?
Þú getur sótt um Spænskt húsnæðislán fyrir 70% af kaupverðinu og til 20 ára mest. Greiða þarf lánið upp við 75 ára aldur. Auðvelt er að sækja um lán með aðstoð lánadeildarinnar okkar.

Allt um skatta á spáni upplýsingar á ensku