Spanish | English | Íslenska

 

Eigum úrval af eignum
í öllum verðflokkum

uppl: burkni@spanarhus.is

Til leigu íbúðir á spáni
spanarfri.is

Til leigu hús á spáni
Til leigu íbúð á spáni

 

 

Svæðið

Costa Blanca

Strandlengja Costa Blanca er meira en 200 km af sólríkum Miðjarðarhafsströndum, einangruðum víkum og hamrabeltum. Þar geturðu notið stillts, ylríks og tærs sjávar sem býr yfir ótrúlegu lífríki. Í innsveitum Costa Blanca er stórkostlegt útsýni frá dölum og fjallgörðum, þar sem andrúmsloftið er hreint og heilsusamlegt og kyrrðin er fullkomin. Svæðið er lítt þekkt og lítið heimsótt af ferðamönnum, og hefur haldið við gömlum hefðum á Costa Blanca. Þar gefast útivistarfólki fjölmörg tækifæri til iðkunar íþrótta, eins og klettaklifurs og fjallgöngu.

Costa Calida

Í Murcia ríkir hið dæmigerða loftslag Miðjarðarhafsins. Strandlengja Murcia er rétt yfir 170 km: vogar og smáar strendur skiptast á við grýttar fjörur 
og þverhnípta, stórskorna hamra. Þar er La Manga, eitt af undrum 
náttúrunnar, landræma við ströndina sem lokar næstum Mar Menor lónið af frá Miðjarðarhafinu. Á Costa Calida eru annars vegar óspilltar fjörur með óbeisluðu hafi og hins vegar smáir vogar með lygnum, friðsælum sæ. Sandöldur, strendur, saltvatnslón, leirur; Costa Calida strandlengjan hefur óteljandi staði sem vekja áhuga hvers náttúruunnanda. Það kemur því ekki á óvart að margir þessara staða eru friðlýst náttúrusvæði. Costa Calida mun fljótlega verða enn aðgengilegri þar sem nýr flugvöllur er í byggingu í Murcia. Flugvöllurinn verður einn sá stærsti á Spáni.

Veðrið

Svæðið í kringum Torrevieja er ein vinsælasta sumarleyfisparadís Evrópu vegna þess að þar er besta veðurfar í Evrópu samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt af einkennum svæðisins eru tvö stór saltvötn, Salinas de Torrevieja og Salinas de La Mata. Þau eru hluti af friðuðum þjóðgarði með miklu og fjölskrúðugu fuglalífi, þar eru m.a. bleikir Flamingo fuglar sem mjög gaman er að skoða. Loftslagið á svæðinu kring um saltvötnin er talið sérstaklega hollt og gott fyrir þá sem kljást við húð- og öndunarsjúkdóma, gigt. Hafa læknar víðs vegar um heim mælt með þessu svæði í lækningaskyni.

Veðrið Costa Blanca er eitt það besta sem völ er á. Costa Blanca hefur 2,800 klukkutíma  af sólskyni hvert ár með hitastig að meðaltali 19.3 gráður á ári.

Vegna svo góðs veðurfars í Costa Blanca er svæðið orðið þekkt af sóldýrkendum út um allan heim.  
Costa Blanca hefur 325 sólardaga á ári.

Mikið af fólki sem býr á Costa Blanca svæðinu tók það fram yfir önnur svæði vegna veðurfars og kaus þess vegna búsetu þar.

 

 

blanca

 


View Larger Map